Samkoma í kvöld

posted in: Heimastarf | 0

Samkoma kvöldsins í Kristniboðssalnum kl. 20 er helguð bæninni og verður beðið fyrir ýmsum bænarefnum og starfinu. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði með meiru flytur hugvekju. Allir hjartanlega velkomnir og kaffi og kaffibrauð eftir samkomuna.

Haustmarkaður laugardaginn 14. september kl 11-15

posted in: Heimastarf | 0

Árlegur haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, á morgun, laugardaginn 14. september kl. 11-15. Til sölu er grænmeti, sultur, alls kynns pakka-, krukku- og dósamatur, kjúklingar og fleira til heimilisins, svo sem kerti, servíettur og fleira. Þá veðra til … Continued

Úr holu í höll – samkoma 14. ágúst

posted in: Óflokkað | 0

Miðvikudagssamkomur hófust aftur í síðustu viku eftir sumarfrí og verða áfram kl. 20 í Kristniboðssalnum. Í kvöld talar Kjartan Jónsson kristniboði, prestur og mannfræðingur um Abraham. Kaffi og kruðerí eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir!

Samkoma í kvöld, 7. ágúst

posted in: Óflokkað | 0

Miðvikudagssamkomur í Kristniboðssalnum hefjast aftur eftir sumarfrí þann 7. ágúst. Samkoman í kvöld hefst venju samkvæmt kl. 20 og mun Haraldur Jóhannsson tala um trúargöngu Abrahams. Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir.