Categories
Heimastarf

Dagskrá Kristniboðsfélags karla í janúar og febrúar

Kristniboðsfélag karla heldur fundi í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60, annað hvert mánudagskvöld kl. 20. Allir kalrar eru velkomnir á samverurnar. Dagskráin í janúar og febrúar er sem hér segir. 27. janúar: Sr. Magnús Björnsson segir frá ferð til Ísraels 10. febrúar: Aðalfundur félagsins 24. febrúar: Biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar

Categories
Fréttir Heimastarf

Lofgjörð og bæn 15. janúar

Miðvikudagskvöldið 15. janúar kl 20 verður lofgjörðar og bænasamvera í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60. Mikill söngur , lofgjörð og bæn fyrir nýja árinu. Boðið verður upp á fyrirbæn. Sveinbjörg Björnsdóttir hefur vitnisburðHelga Vilborg Sigurjónsdóttir og Bjarni Gunnarsson leiða lofgjörðinaEftir samveruna má svo setjast niður með kaffibolla og meðlæti og njóta samfélagsins Verið hjartanlega velkomin

Categories
Heimastarf

Fyrsta miðvikudagssamkoman 2020

„Önd mín miklar Drottinn og andi minn gleðst í Guði frelsara mínum“ svo hefst lofsöngur Maríu í 1. kafla Lúkasarguðspjalls en hann verður einmitt umfjöllunarefni samkomunnar miðvikudaginn 8. janúar kl 20Ræðumaður verður Ólafur Hauksteinn Knútsson, prestur Íslensku KristskirkjunnarJóhann Axel Schram Reed mun syngja og faðir hans, Keith Reed leika með á píanó.Eftir samkomuna verður boðið […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Fyrstu fundir kristniboðsfélaga kvenna og karla 2020

Fyrsti fundur Kristniboðsfélags kvenna á nýju ári verður fimmtudaginn 9. janúar. Samveran hefst með kaffi kl. 16 og kl 17 hefst sjálfur fundurinn. Allar konur eru hjartanlega velkomir á fundina sem eru annan hvern fimmtudag í kristniboðssalnum. Kristniboðsfélag karla heldur sinn fyrsta fund mánudagskvöldið 13. janúar kl 20 í kristniboðssalnum og eru allir karlar hjartanlega […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Miðvikudagssamkomur í janúar 2020

Á hverjum miðvikudegi eru samkomur í Kristniboðssalnum. Samkomurnar hafa mismunandi áherslur ss. lofgjörð og bæn, kristniboðsfræðsla og fréttir af starfinu og fræðslukvöld þar sem kafað er dýpra í texta Biblíunnar. Nú á vorönn stendur líka til að bjóða upp á fjölskyldusamverur einu sinni í mánuði en það verður auglýst betur og sérstaklega. Dagskrá vorannarinnar er […]