Categories
Fréttir Heimastarf

Bænasamvera 11. desember

Miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20 verður bænasamvera í stað hefðbundinnar samkomu. Ragnar Gunnarsson leiðir stundina. Jólasöngsamkoman sem átti að vera á morgun frestast til 18. desember. Þá mun Guðlaugur Gunnarsson hafa hugleiðingu.

Categories
Fréttir Heimastarf

Kristniboðsefni á Lindnni

Kristniboðssambandið kemur með ýmsum hætti að starfssemi kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar FM 102,9. Reglulega flytja starfsmenn SÍK boðskap dagsins sem eru daglegar hugvekjur fluttar á morgnana og einnig koma starfsmenn og sjálfboðaliðar að dagskrárgerð. Nú í haust hafa verið í gangi afar vandaðir þættir í umsjá Skúla Svavarssonar kristniboða þar sem hann fjallar um trúagöngu ýmissa […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Icelandic course- Christmas break

The Icelandic course is now off until January 10th New students are welcome to join us in the new year. please call 533- 4900 or send e- mail to helga.vilborg@sik.is if you need further information

Categories
Fréttir Heimastarf

Opinn jólafundur Kristniboðsfélags karla 16. des

Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur jólafund sem jaframt er fjáröflun fyrir kristniboðsstarfið, mánudagskvöldið 16. desember og verður hann opinn öllum jafnt konum sem körlum. Fundurinn hefst með borðhaldi kl 19:00 þar sem boðið verður upp á lambapottrétt. Hefðbundinn fundur hefst svo kl 20:00 og þá mun sr. Frank M. Halldórsson tala. Eftir fundinn er svo […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Klúbburinn: Skreytum piparkökur + hús

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára verður með sína síðustu samveru fyrir jól annað kvöld kl. 18 í Kristniboðssalnum. Við munum bjóða upp á heitt kakó og jólatónlist á meðan við skreytum piparkökur og piparkökuhús. Undir lok stundarinnar munum við fræðast um sögu jólanna, fæðingu Jesú og merkingu hennar, og biðja saman. Öll börn á aldrinum […]