Útbreiðsluverkefni kirkjunnar í Pókot

Kristniboðssambandið styrkir kirkjuna í Keníu til að vinna að útbreiðslu fagnaðarerindisins til nýrra svæða sem eru utan þess svæði sem unnið hefur verið á undanfarin 30 ár. Má þar nefna Mt. Elgon (vestur af Pókothéraði við landamæri Uganda), Baringo (norðaustur af héraðinu) Turkana (norður af Pókot) og Kara-Pókot. Megináhersla er á síðasta svæðið sem er norður af Kongelai og meðfram landamærum Úganda. Um tíma náði starfið inn fyrir landamæri Úganda en á því svæði búa Pókot menn einnig. Það heyrir nú undir lúthersku kirkjuna í Úganda.

SÍK styrkir þetta verkefnið frá árinu 2008 til 2020 þar sem framlögin fara smá minnkandi með tímanum enda gert ráð fyrir vaxandi framlögum á móti frá heimamönnum. Heildarkostnaður árið 2012 er um 750 þúsund krónur.