Jólabasarinn á laugardag

Hinn árlegi jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Hægt verður að kaupa kökur, handavinnu, ýmsa muni o.fl. Happdrættið verður á sínum stað. Einnig verður hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Þeir sem vilja gefa vörur eða kökur á jólabasarinn geta komið með það eftir […]

Lesa meira...

Kristniboðsdagurinn á sunnudag

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudag. Er þess þá sérstaklega minnst og horft til kristniboðsstarfs Íslendinga nú og á liðnum árum. Útvarpsguðsþjónusta  dagsins verður frá Hjallakirkju þar sem Skúli Svavarsson kristniboði prédikar en séra Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari. Biskup Íslands hvetur presta og starfsfólk safnaða um land allt til að minnast kristniboðsins og  taka samskot til starfs Kristniboðssambandsins. Starfsmenn […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 24. október kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Áður dauð en nú lifandi (Ef. 2.1-6). Ræðumaður Jón Ómar Gunnarsson. Sagðar verða fréttir af íslenskukennslu Kristniboðssambandsins. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...

Miðar í Hvalfjarðargöngin

Ekki er lengur innheimt veggjald fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin. Spölur endurgreiðir miða í göngin sem fólk kann að eiga í fórum sínum. Þeir sem vilja geta gefið SÍK miðana sína og þannig styrkt málefni kristniboðsins. Tekið er við miðum í Basarnum Austurveri og á skrifstofu SÍK. Svo má senda miðana í pósti á eftirfarandi heimilisfang: Kristniboðssambandið Háaleitisbraut 58-60 108 […]

Lesa meira...

Kristið fólk í Norður-Afríku þarfnast stuðnings

Minna en eitt prósent íbúa í Norður-Afríku eru kristnir. Af 93 milljónum eru aðeins 800.000 kristnir. Öll lönd Norður-Afríku, að Marokkó undanskildu, eru í efstu sætum þeirra landa þar sem kristið fólk sætir ofsóknum. Kristið fólk í þessum löndum þráir samfélag við aðra kristna og fræðslu á eigin tungu. Dagskrá Sat7 gervihnatta sjónvarpsstöðvarinnar er oft eina leið þeirra til að […]

Lesa meira...
1 2 3 28