Helgi Hróbjartsson kristniboði látinn

Helgi Hróbjartsson, kristniboði og prestur, lést í Eþíópíu föstudaginn 6. júlí. Helgi fór fyrst til starfa í Eþíópíu á vegum systursamtaka Kristniboðssambandsins, NLM, á sjöunda áratug síðustu aldar, var nokkur ár starfandi í Senegal á 9. áratugnum á vegum Muhamedaneremisjonen í Noregi og loks nokkur ár á vegum Kristniboðssambandsins beggja megin við aldamótin. Auk þess starfaði Helgi hér á landi og í […]

Lesa meira...

Reykjavíkurmaraþon – Hlaupum til styrktar kristniboðinu

Hlauptu til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18. ágúst. Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Skráning í maraþonið er í fullum gangi á síðunni marathon.is. Hátt í 7000 hlauparar hafa þegar skráð sig í hlaupið. Vegalengdir í hlaupinu eru sex þannig að hlauparar geta valið vegalengd sem hentar aldri […]

Lesa meira...

Löngumýrarmót 20.-22. júlí

Hið árlega kristniboðsmót SÍK verður haldið helgina 20.-22. júlí á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin er fjölbreytt með áherslu á kristniboð og gott samfélag um Guðs orð. Á milli samverustunda verður tækifæri til að spjalla saman, njóta náttúrunnar eða láta sér líða vel í heita pottinum.  Dagskrá:  Föstudagur 20. júlí Kl. 21.00 Upphafssamkoma í umsjón Norðanmanna. Hugleiðing: Sigríður Halldórsdóttir. Laugardagur 21. júlí […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 27. júní kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Í ljósinu (1. Þess. 5.1-11). Ræðumaður er Daníel Steingrímsson. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir.   Minnum á Löngumýrarmótið 20.-22. júlí. Skráning er hafin.

Lesa meira...

Er Japan kirkjugarður kristniboðs?

Leifur Sigurðsson kristniboði skrifar frá í Japan. Í sögu kristniboðs var stundum talað um ákveðin svæði og lönd sem „kirkjugarð kristniboða“ (enska: missionary graveyard eða graveyard of missionaries). Hugtakið varð til á fyrri hluta 19. aldar og vísaði til staða, sérstaklega í Afríku þar sem margir kristniboðar létu lífið úr hitabeltissjúkdómum eða týndu lífinu í ofsóknum. Þetta voru staðir eins og […]

Lesa meira...

Norður-Kórea

Stjórn Norður-Kóreu hefur markvisst reynt að útrýma kristinni trú en þrátt fyrir það fjölgar þar kristnu fólki. Í 70 ár hefur Kóreu verið skipt í tvö ríki. Í suðri er lýðræði. Þar er ein fjölmennasta kirkja heims, Yoido Full Gospel kirkjan, með um milljón meðlimi. Í Suður-Kóreu telur 30% þjóðarinnar sig vera kristna. Þeir senda fleiri kristniboða til starfa en […]

Lesa meira...
1 2 3 35