Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 21. febrúar kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Þátttaka í píslum Krists (1. Pét. 4.12-19). Á samkomunni verður bænastund og boðið upp á fyrirbæn. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins

Frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins er einstakt verkefni þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem hafa tekið þátt í söfnuninni eða hyggjast gera það stendur nú til boða góður bréfahnífur sem merktur er verkefninu. Bréfahnífinn má nálgast á Basarnum, eða á skrifstofu Kristniboðssambandsins. Munum svo að henda ekki verðmætum, frímerktum umslögum má skila á næsta pósthús eða beint á Basarinn.

Lesa meira...

GF 2018 í Noregi

Norska kristniboðssambandið, (NLM), heldur aðalfund (GF Generalforsamling) þriðja hvert ár. Næsti fundur verður haldinn 3.-8. júlí 2018 í ráðstefnumiðstöðinni Oslofjord Convention Center. Dagskráin er mjög fjölbreytt og eitthvað fyrir alla fjölskylduna, eins og sjá má á heimasíðunni: nlmgf.no GF er ekki bara ársfundur NLM heldur einnig stórt kristniboðsmót með gestum frá kristniboðslöndunum og samstarfshreyfingum. Kristniboð, boðun fagnaðarerindisins og samfélag, mun […]

Lesa meira...

1,2 milljónir frá Hallgrímskirkju

Fulltrúar Kristniboðssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar tóku í gær við framlagi Hallgrímskirkjusafnaðar. Einar Karl Haraldsson, gjaldkeri safnaðarins, sagði m.a. við þetta tækifæri: „Við hér í Hallgrímssöfnuði höfum valið Hjálparsstarfið og Kristninboðssambandið sem meginfarvegi fyrir hjálpar- og boðunarstarf vegna þess að við treystum þeim og við vitum að þessar stofnanir hafa til að bera fagþekkingu og réttu tengslin innanlands sem og á […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð

„Ég fylgi Kristi af öllu hjarta,“ segir Masood, ungur Írani. Að vera kristinn í Íran getur leitt til ofsókna eða dauða. En Masood segir það áhættunnar virði. Fyrir skömmu fannst honum lífið tilgangslaust en það var áður en hann kynntist Biblíunni og Sat-7 sjónvarpsstöðinni. „Eftir að ég fór að horfa á Sat-7 og kynntist sr. Shariyar hef ég litið á […]

Lesa meira...
1 2 3 30