Samkoma miðvikudag – kaffihús

Samkoma verður miðvikudaginn 21. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Kristniboðsfélag kvenna heldur sína árlegu fjáröflunarsamkomu og býður til sannkallaðrar veislu. Happdrætti með glæsilegum vinningum. Kaffihlaðborð með girnilegum kökum og brauðréttum. Yfirskriftin er: Björgun Guðs. Hugvekju flytur Birna Gerður Jónsdóttir. Allir eru hjartanlega velkomnir og takið endilega með ykkur gesti.

Lesa meira...

Starfið í Búlgaríu

Hjónin Nora og Gísli Jónsson starfa í Búlgaríu. Þau eru kristnir ráðgjafar og kennarar. Kristniboðssambandið styður starf þeirra. Hér koma molar úr fréttabréfi frá þeim. Við lofum Guð fyrir trúfesti hans. Síðasta ár höfum við verið önnum kafin við ráðgjöf, munaðarleysingjahælið, Rómabúðirnar og lífið almennt. Það sem er að gerast eftir að Rómabúðirnar voru jafnaðar við jörðu er að Stojanka […]

Lesa meira...

Unglingastarf í kikjunni í Japan

Katsuko og Leifur Sigurðsson eru kristniboðar í Japan. Hér eru nýjar fréttir frá starfi þeirra meðal unglinga: Unglingastarfið gengur vel og nokkur endurnýjun hefur orðið í hópnum. Við hittumst reglulega á föstudagskvöldum, borðum saman, förum í leiki og lesum í Biblíunni. Ken chan sem byrjaði að koma eftir að hafa verið í sunnudagaskólanum í mörg ár hefur verið duglegur að […]

Lesa meira...

Ragnar í Keníu

Hér koma nokkrar myndir sem Ragnar Gunnarsson setti á fésbókarsíðu SÍK. Ragnar er nú staddur í Pókot í Keníu og vinnur þar fyrir Kristniboðssamandið. Hann starfaði í mörg ár sem kristniboði í Pókot. Nokkrar myndir – sólarlagið í gær, heimsókn til Penninu og rigningin sem tafði okkur þar. Þrjár myndir frá Propoi, ásamt Jamas Murray, Thomasi Lokorri og tveim skólanefndarmönnum, […]

Lesa meira...

Prestar og prédikarar á námskeiði

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins er þessa dagana staddur í Pókot í Keníu. Hann kennir á námskeiði fyrir presta og prédikara kirkjunnar. Hann fylgir einnig eftir ýmsu öðru sem Kristniboðssambandið vinnur að í Pókot s.s. byggingum kirkna, skóla og heimavista. Hægt hefur verið að fylgjast með störfum hans á fésbókarsíðu SÍK. Hér er færsla frá 1. mars: Nemendur námskeiðsins, prestar og […]

Lesa meira...

Kristniboðsvika, kaffihúsakvöld

Kaffihúsakvöld verður laugardaginn, 3. mars kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú í skólanum. Ræðumaður er Björn-Inge Furnes Aurdal. Félagar úr Kristilegum skólasamtökum selja veitingar til styrktar ferð KSS-inga á UL 2018 (Kristniboðsmót unga fólksins) í Noregi. Allir velkomnir.

Lesa meira...
1 2 3 32