Kristniboðssambandið styrkir þýðingu Biblíunnar yfir á tungumál Tsamei manna sem byggja Voító dalinn í Eþíópíu. Framlag okkar til þessa verkefnis er um 250 þúsund krónur á ári. Einnig hafa ávkeðnir þættir þýðingar Gamla testamentisins yfir á Konsómál verið styrktir. Vonandi kemur Biblían öll út á Konsómáli á næstu árum.