Haustmót í Vatnaskógi

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Eins og undanfarin ár er SÍK í samstarfi við Íslensku Kristskirkjuna og Salt kristið samfélag um sameigninlegt haustmót sem haldið verður dagana 7.-9. október í Vatnaskógi. Yfirskrift mótsins er „Hver er þá náungi minn?“ Mótið hefst á föstudagskvöldi með léttum kvöldverði og lýkur eftir hádegi á sunnudag.

Skráning fer fram á skrifstofu SÍK, sími 533 4900 eða með tölvupósti á sik@sik.is. Þátttaka með mat kostar kr. 15.000 fyrir fullorðinn, kr. 8.000 ef aðeins er dvalið í Vatnaskógi á laugardeginum og fjölskylduverð er kr. 40.000 fyrir fjölskyldu með tvö börn eða fleiri.

Mótið er einstakt tækifæri til að njóta dvalar, útivistar, kyrrðar og leikja í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegri dagskrá.