Kristniboðssambandið hefur um langt skeið tekið við frímerkjum frá fólki og komið í verð öðrum til gagns og blessunar. Best er að fá frímerkin á umslögunum þar sem sum þeirra eru verðmætari þannig. Ýmsir hafa einnig gefið sambandinu gömul frímerkjasöfn, aðrir koma með gamla mynt og seðla, innlenda og erlenda, póstkort og annað sem verðmæti er í. Allt kemur þetta sér mjög vel. Jarle Reiersen sér um að koma frímerkjunum og og öðru sem gefið er í verð sem sjálfboðaliði.

Tekjur ársins 2015 vegna frímerkja- og myntsölu voru 4 milljónir króna.

Frímerkjunum má skila á Basarinn, nytjamarkað Kristniboðssambandsins sem er í Austurveri, Háaleitisbraut 68, 103 Rvk. Eða á skrifstofur sambandsins sem eru á Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk. Einnig er hægt að afhenda umslög og frímerki í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri, á skrifstofu Lindarinnar og eins í mörgum kirkjum landsins.