Lágmarksmönnun á skrifstofunni á næstunni

Skrifstofa Kristniboðssambandsins er alla jafna opin virka daga kl 9- 16. Vegna fækkunar starfsfólks, leyfa og verkefna annarsstaðar ofl. eru undantekningar þar á, einkum núna til 7. október. Ef ekki svarar á skrifstofunni flyst símtalið sjálfkrafa á Basarinn í Austurveri sem getur sinnt flestum erindum Kristniboðssambandsins. Basarinn er opinn alla virka daga kl 11- 18.

Lesa meira...

Gestir frá Noregi

Sunnudaginn 22. september kemur í heimsókn til okkar 9 manna hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi. Undan farin ár hefur kennarinn þeirra , Jörgen Storvoll komið með hóp frá skólanum sem hefur dvalið hér í um vikutíma og tekið þátt í starfi Kistniboðssambandsins og einnig heimsótt kirkjur og söfnuði á höfuðborgarsvæðinu. Í ár verður engin breyting þar á og munu […]

Lesa meira...

Björn Inge og UL á samkomu 18. september

Á samkomu annaðkvöld, miðvikudaginn 18. september fáum við að heyra frá ferð sem hópur ungmenna fór til Noregs í sumar. Undanfarin ár hefur íslenskum ungmennum verið boðið af ungliðahreyfingu NLM, sem eru systursamtök okkar í Noregi, að taka þátt í landsmóti þeirra sem í sumar var haldið í Kongeparken í Stavanger. Tæplega 20 ungmenni á aldrinum 16- 20 ára fóru […]

Lesa meira...

Heimsókn frá Bandaríkjunum

Ron Harris forseti MEDIAlliance samtakanna í Dallas, Texas er í heimsókn hér á landi nú um helgina. MEADIAlliance eru kristniboðssamtök sem vinna að því að þjálfa og leiðbeina kristnu fólki í kirkjum um allan heim í að nota ljósvakamiðla (sjónvarp, útvarp, net og samfélagsmiðla) við boðun fagnaðarerindisins. Á morgun laugardaginn 14. september gefst áhugasömum að koma í Kristniboðssalinn kl 11- […]

Lesa meira...

Klúbburinn hefst í kvöld

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir börn í 6.-8. bekk hefur göngu sína í kvöld kl 18. Við byrjum á því að fara í nokkra hressa leiki og svo verður Kristniboðssambandið kynnt á meðan við bökum pítsu. Samverunni lýkur kl. 19:30. Meira um Klúbbinn:Samverur verða aðra hverja viku kl. 18-19:30 í húsakynnum Kristniboðssambandins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Biblíusögur, bænir, leikir, föndur og margt […]

Lesa meira...

Fagnaðarerindið á öldum ljósvakans- heimsókn frá Bandaríkjunum

13.- 17. september nk. eigum við von á góðum gesti frá Bandaríkjunum en það er Ron Harris frá MEDIAlliance kristniboðssamtökunum í Dallas, Texas. MEDIAlliance samtökin vinna að kristniboði út um allan heim með því að kenna og leiðbeina kirkjum og kristilegum samtökum hvernig nýta má sem best ljósvakamiðla þe. fjölmiðla ýmiskonar, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, til boðunar fagnaðarerindissins. Til stendur […]

Lesa meira...
1 2 3 16