Kristniboðsvika, samkoma í kvöld miðvikudag

Samkoma verður í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú í velgengi. Ræðumaður er Björn-Inge Furunes Aurdal frá Noregi. Kvennakór KFUK, Ljósbrot syngur. Sagðar verða fréttir af þýðingu Nýja testamentisins á tsamakko tungumálið í Voitó í Eþíópíu. Kristniboðsfélag karla selur veitingar eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Ruth og Billy Graham

Billy Graham er látinn, 99 ára að aldri. Enginn hefur boðað fleirum fagnaðarerindið en Billy Graham. Að baki þessum stórmerka manni stendur jafn merkileg kona. Bókin fjallar um Ruth ekki síður en Billy Graham og svarar spurningunni um það hvers vegna Ruth og Billy höfðu svona mikil áhrif. Frásagan af lífshlaupi hjónanna er hvatning til að skoða eigið líf og […]

Lesa meira...

Frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins

Frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins er einstakt verkefni þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem hafa tekið þátt í söfnuninni eða hyggjast gera það stendur nú til boða góður bréfahnífur sem merktur er verkefninu. Bréfahnífinn má nálgast á Basarnum, eða á skrifstofu Kristniboðssambandsins. Munum svo að henda ekki verðmætum, frímerktum umslögum má skila á næsta pósthús eða beint á Basarinn.

Lesa meira...

1,2 milljónir frá Hallgrímskirkju

Fulltrúar Kristniboðssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar tóku í gær við framlagi Hallgrímskirkjusafnaðar. Einar Karl Haraldsson, gjaldkeri safnaðarins, sagði m.a. við þetta tækifæri: „Við hér í Hallgrímssöfnuði höfum valið Hjálparsstarfið og Kristninboðssambandið sem meginfarvegi fyrir hjálpar- og boðunarstarf vegna þess að við treystum þeim og við vitum að þessar stofnanir hafa til að bera fagþekkingu og réttu tengslin innanlands sem og á […]

Lesa meira...

Vakning í Íran

Þótt kristin trú sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks í Íran hafa kristnir og kirkjur þeirra sætt ofsóknum í landinu um áratugaskeið. Og þeim sem snúast frá íslam til kristni er beinlínis búin lífshætta. Undanfarið hafa borist fregnir af mótmælum víða í landinu. Að sögn varð gremja fólks vegna hækkandi eggjaverðs til þess að mótmælin hófust í byrjun desember sl. en ljóst […]

Lesa meira...

Jólakveðja og lokun

Stjórn og starfsmenn Kristniboðssambandsins senad velunnurum starfsins bestu óskir um gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár. Við þökkum fyrirbænir og allan stuðning við starfið í formi gjafa, sjálfboðinnar vinnu eða annars. Skrifstofan og Basarinn verða að mestu lokuð milli jóla og nýárs. Ef mikið liggur við má ná í Ragnar framkvæmdastjóra í síma 892 3504.

Lesa meira...
1 2 3 8