Author Archives: Ragnar Gunnarsson

Óhætt í Malí

Anita og Sveinn Einar Friðriksson Zimsen, ásamt börnum sínum og móður Sveins Einars sem var í heimsókn, lentu á sunnudag nánast í hrikalegri skothríð hryðjuverkamanna á ferðamannastað fyrir utan höfuðborgina Bamako þar sem þau voru í helgarfríi. Fjölskyldan, sem var aðskilin þegar skothríðin dundi á svæðinu varð sameinuð í öryggisstöð Sameinuðu Þjóðanna nokkrum klukkustundum síðar og er í öruggu skjóli og […]

Lesa meira...

Aðalfundur gekk vel

Aðalfundur SÍK var haldinn miðvikudaginn 10. maí og sóttur af 45 manns. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Engin breyting varð á stjórn SÍK en Sigurður Pálsson kom inn sem annar varamaður í stað Sveins Jónssonar sem ekki gaf kost á sér. Framkvæmdastjóri kynnti skýrslu stjórnar og fulltrúar aðildarfélaga fluttu skýrslur sömuleiðis af starfi sinna félaga. Reikningar liðins árs voru með […]

Lesa meira...

Starfsþjálfun guðfræði- og djáknakandidata

Árlega, þegar vora tekur, kemur hópur guðfræði- og djáknanema í starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar í kynningu og heimsókn til Kristniboðssambandsins. Hópurinn í morgun var óvenjustór eða samtals 13 manns. Kristján Þór Sverrisson kynnti þeim starfið, líf kristniboða og svaraði spurningum. Öll fengu þau bókin Garja og fleira fólk á förnum vegi eftir Gunnar Hamnöy að gjöf, en þar eru frásagnir […]

Lesa meira...

Aðalfundur SÍK 2017

Aðalfundur SÍK, sem áður hefur verið auglýstur, verður haldinn í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, miðvikudaginn 10. maí og hefst kl. 18. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við lög eða samþykktir SÍK. Atvkæðisrétt hafa félagsmenn aðildarfélaga og einstaklingsaðilar sem hafa greitt árgjald liðins árs. Ársreikningar og skýrsla verða afhent á fundinum.

Lesa meira...

Tómasarmessa á sunnudag

Sunnudaginn 30. apríl kl. 20 í Breiðholtskirkju verður síðasta Tómasarmessa starfsvetrarins. Sr. Ragnar Gunnarsson kristniboði og framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins prédikar en yfirskriftin er „Hjálparinn kemur til þín“. Auk þess er á dagskrá fjölbreytt tónlist og fyrirbæn en þrír aðrir prestar og djákni sjá um þjónustuna ásamt leikmönnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Tómasarmessurnar eru samstarfsverkefni SÍK, Kristilegu skólahreyfingarinnar, Breiðholtskirkju, Reykjavíkurpófastsdæmis eystra og […]

Lesa meira...

Góð heimsókn frá Færeyjum

Þessa dagana heimsækir 11 manna hópur frá Heimamissíóninni í Færeyjum Ísland. Er um að ræða hóp nemenda sem sótt hafa kvöldbiblíuskóla í nokkur ár og ljúka náminu með þessari ferð. Fararstjóri er Bergur Debes  Joensen sóknarprestur. Færeyingarnir bjóða Íslendingum að hitta sig og eiga samverustundir með sér sem hér segir, en þar fyrir utan verða ýmsar samverur á elliheimilum og […]

Lesa meira...

Tvær heimavistir byggðar í Embo Asis

Árið 2011 var stofnaður framhaldsskóli á stað sem kallast Embo Asis í Pókothéraði. Embo Asis þýðir heimili sólarinnar eða Sólheimar. Fyrsta árið voru rúmlega 10 nemendur en eru núna rúmlega 200 talsins. Langt er í alla aðra framhaldsskóla en Embo Asis er á sléttu í dal mitt á milli Chepareria og Kongelai, fyrir þá sem til þekkja. Miklu máli skiptir […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5