Author Archives: Ragnar Gunnarsson

Prédikarar í Pókot á námskeiði

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins heimsækir þessa dagana Pókothérað í Keníu m.a. til að kenna á námskeiðum í Kapengúría. Námskeið fyrir prédikara kirkjunnar hófst á mánudaginn. Nemendurnir eru tæplega sextíu og kennararnir fjórir frá Keníu, Tansaníu, Noregi og Íslandi. Hér má sjá myndir sem Ragnar tók.

Lesa meira...

Kirkjuvígsla í Pókot

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins heimsækir þessa dagana Pókothérað í Keníu til að kenna á námskeiðum í Kapengúría og fylgja eftir ýmsum verkefnum. Með honum í för eru Katrín Ásgrímsdóttir, Gísli Guðmundsson og Fanney Gísladóttir. Hægt er að fylgjast með ferðinni á fésbókarsíðu SÍK. Einn af þeim stöðum sem þau hafa heimsótt er stúlknaframhaldsskólinn í Kamununo. Þar er verið er að […]

Lesa meira...

Nýjar bækur frá Salti ehf.

Litla hugvekjubókin Orðið er reyndar ekki alveg ný, hún kom fyrst út á íslensku fyrir 70 árum í þýðingu Gunnars Sigurjónsssonar, og er nú endurútgefin, enda verið uppseld í hálfa öld. Bókin hefur orðið mörgum til blessunar og uppörvunar og er nú gefin út í stærra broti en er að öðru leyti óbreytt. Föndurbiblía barnanna er væntanleg úr prentun fyrir […]

Lesa meira...

Alfa námskeið

Alfa er námskeið sem kannar kristna trú. Hver kennsla tekur fyrir mismunandi spurningar um trú og er sett fram til að skapa umræðu. Námskeiðið er 10 vikur og er dagskráin einföld: Brunch – kennsla – umræður. Námskeiðið er haldið á laugardögum kl. 11-13 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 og er ókeypis og öllum opið. Myndbandskennsla fer fram á ensku með íslenskum […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Sögusamkoma verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Málfríður Finnbogadóttir segir frá Guðrún Lárusdóttur og hvernig hún tengdist kristniboðinu. Ragnar Gunnarsson flytur hugvekju. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Utanríkisráðuneytið styrkir frekari byggingaframkvæmdir stúlknaframhaldsskólans í Propoi

Þróunarsamvinnusvið utanríkisráðuneytisins hefur svarað umsókn um styrk til byggingaframkvæmda við stúlknaframhaldsskólann í Propoi jákvætt. Sótt var um 8,8 milljónir og var samningur undirritaður þar um fyrir síðustu helgi. Framlag Kristniboðssambandsins er um 1,2 milljónir og framlag heimamanna um 3,5 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða að ljúka byggingu skrifstofubyggingar sem er á tveimur hæðum og verða skólastofur á efri […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 30. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Skúli Svavarsson, sem er nýkominn frá Keníu, segir frá starfinu í Pókot. Ragnar Gunnarsson flytur hugvekju um persónu í Biblíunni. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir.

Lesa meira...
1 2 3 4 5 40