Kristniboð er hjálparstarf og boðun kristinar trúar til annara þjóða!

Kristniboðar vinna að BOÐUN samhliða:
  • fræðslu
  • hjúkrun
  • heilsuvernd  
  • þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla 
  • OG MARGT FLEIRA!
Á tímum hungursneyðar taka þeir þátt í víðtæku hjálparstarfi og matvæladreifingu.
Jesús lagði áherslu á það við lærisveina sína að þeir útbreiddu trúna.
Hann sagði: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum“. Víða í Biblíunni er tekið fram að allar þjóðir eigi rétt á að heyra um Guð. Það er hlutverk lærisveina Krists, einnig nú á dögum, að flytja boðskap Biblíunnar „til enda veraldar“.

 

 

Hverjir eru kristniboðar?

Kristniboðar eru þeir sem starfa meðal framandi þjóða að boðunar- og líknarstarfi.
Kristniboðar eru kennarar, læknar, hjúkrunarfræðingar, guðfræðingar o.s.frv. Áður en þeir halda til starfa læra þeir tungumál viðkomandi þjóðar eða þjóðarbrots. Einnig fræðast þeir um siði og menningu fólksins.
Gunnar Hamnöy í hópi kenískra barna.