Á heimavelli mynda hin ýmsu kristniboðsfélög, hópar og einstaklingar net velunnara og bakhjarl starfsins. Kristniboðsfélögin halda fundi með reglulegu millibili, en þó ekki jafn oft öll þeirra. Sum hittast á mánaðarfesti, önnur á hálfsmánaðarfresti og enn önnur tíðar eða sjaldnar. Beðið er fyrir starfinu, fjármunum safnað, staði fyrir fjáöflun og kynningu o.s.frv. Starfsmenn SÍK heimsækja kristniboðsfélög, söfnuði, skóla, barnastarf kirkjunnar, KFUM og KFUK og önnur samtök sem óska eftir heimsókn frá Kristniboðssambandinu.

Vikulegar samkomur eru haldnar á miðvikudagskvöldum kl. 8 í Kristniboðssalnum 3. hæð, Háaleitisbraut 58-60. Annanhvern föstudag yfir veturinn eru fjölskyldusamverur og hinn föstudaginn föstudagsklúbbur fyrir börn á aldrinum 10-15 ára. Biblíuskóli er einnig starfræktur yfir veturinn.

Kristniboðssambandið gefur út Kristniboðsfréttir í 4.500 eintökum fjórum sinnum á ári. Undanfarið ár hefur verið sent netbréf, Kristniboðspósturinn, til þeirra sem þess óska. Bjarmi, tímarit um kristna trú, 48 bls. kemur út fjórum sinnum á ári og er það selt í áskrift. Upplag blaðsins er 1.000 eintök. Nánari upplýsingar eru á bjarmi.is.