I. Hugsjón

 • Að fólk komist til trúar á Jesú Krist, lifi með honum og þrái að taka þátt í útbreiðslu fagnaðarerindisins til ystu endimarka jarðarinnar.

Hvað knýr okkur áfram? Hvaða ávaxta væntum við af starfi okkar? Hugsjón er framtíðarsýn sem hvetur til dáða. Í ljósi þess sem Biblían segir um endurlausn og dóm (t.d. Matt 7:13-23, Jóh. 3:16 og Jóh. 14:6) hlýtur það að skipta höfuðmáli í öllu starfi SÍK að fólk komist til trúar á Jesú Krist, vaxi og varðveitist í samfélaginu við hann og þrái að útbreiða ríki hans.

 

II. Hlutverk

 • Að efla Guðs ríki og kristniboðsáhuga meðal þjóðar vorrar.
 • Að vinna að kristniboði meðal heiðingja með því að mennta kristniboða, senda þá til starfs og kosta starf þeirra.

Hvað réttlætir tilveru okkar? Hvaða hlutverk höfum við? Til hvers höfum við með okkur félagsskap? Svarið er að finna í 1. grein laga SÍK. Þar er um að ræða hlýðni við boð Jesú Krists um að fara og gjöra allar þjóðir að lærisveinum (Matt. 28:20). Í Postulasögunni 1:8 segir Jesús að lærisveinar hans verði vottar hans í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar. Fagnaðarerindið um Jesú Krist þarf að heyrast bæði hér á landi og um allan heim. Til að kristniboðar geti farið til annarra landa þarf kristið samfélag að senda þá (sbr. Post. 13:1-2 og Róm. 10:14-17). Þess vegna hlýtur boðun fagnaðarerindisins hér á landi og á kristniboðsakrinum að fara saman.

III. Gildi

 • Biblíulegur kristindómur
 • Kristið samfélag
 • Persónulegt trúarlíf
 • Boðun fagnaðarerindisins

Hvaða ramma höfum við um starf okkar? Þegar Jesús Kristur bað fyrir lærisveinum sínum sagði hann: „Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra [biblíulegur kristindómur], að allir séu þeir eitt [kristið samfélag], eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur [persónulegt trúarlíf], til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig [boðun fagnaðarerindisins].“ (Jóh. 17:20-21) Þess vegna leggjum við þessi atriði til grundvallar í starfi okkar.

IV. Aðferðir – hvað leggjum við áherslu á næsta ár?

 • Bæn: Unnið verði að því að efla bænastarf innan vébanda SÍK og hvetja til þess sem víðast að allt starfið, heima jafnt sem heiman sé borið uppi af biðjandi fólki.
 1. Bænastundir
 2. Bænahópar
 3. Bænalistar
 4. Bænamiðstöð
 • Fræðsla: Komið verði á fræðsludeild með aðaláherslu á Biblíufræðslu, hvatningu til Biblíulesturs og hjálpar í því efni, en einnig fræðslu um boðun og menningarheima.
 1. Fræðslustjóri/samfélagsfulltrúi
 2. Biblíufræðsla
 3. Alfanámskeið og önnur námskeið
 4. Fræðsla um kristniboð
 5. Boðun fagnaðarerindisins í nútímasamfélagi
 6. Hjálp við daglegan Biblíulestur
 • Samkomur/ hópastarf: Stefnt er að því að endurskoða uppbyggingu á samkomum á Háaleitisbraut í samstarfi við þann hóp sem sækir þær. Leitað verði leiða til að byggja upp og efla fjölskyldustarf á okkar vegum.
 1. Miðvikudagssamkomur
 2. Fjölskyldusamkomur
 3. Sunnudagssamkomur/Salt ks
 4. Smáhópastarf/Biblíuleshópar
 • Sjálfboðaliðar/grasrót: Kallað verði eftir fleiri sjálfboðaliðum, bæði með því að benda á sérstök verkefni og hvetja fólk til að finna hæfileikum sínum farveg innan SÍK.
 1. Finna afmörkuð verkefni
 2. Hvetja til að bjóða sig fram
 3. Fjölga stuðningsaðilum sem gefa mánaðarlega
 • Kristniboðskall: Lögð verði áhersla á kall til kristniboðs á vettvangi SÍK.
 1. Leggja áherslu á að Guð kallar enn kristniboða
 2. Biðja um leiðsögn Guðs varðandi starfssvæði
 3. Benda á verkefnin á gömlum/nýjum svæðum
 • Landsbyggðartengsl: Lögð verði aukin áhersla á tengsl við hópa og einstaklinga á landsbyggðinni.
 1. Vinahópar
 2. Sjálfboðaliðar til að fara út á land
 3. Einstaklingsaðild