Categories
Heimastarf

Lofgjörð, bæn og vitnisburðir á miðvikudagssamkomu

Miðvikudagskvöldið 12. febrúar verður lofgjörðar, bæna og vitnisburðarsamkoma í Kristniboðssalnum kl 20. Boðið verður upp á fyrirbæn og tækifæri til að vitna um það sem Guð er að gera í þínu lífi. Bjarni Gunnarsson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða stundina. Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi. Allir hjatanlega velkomnir!

Categories
Heimastarf

Samkoma 5. febrúar

Karl Jónas Gíslason kristniboði og verslunarstjóri Basarsins í Austurveri verður ræðumaður samkomunnar miðvikudagskvöldið 5. febrúar. Kalli mun tala út frá sögunni um Miskunnasama Samverjann og einnig segja fréttir af starfinuá Basarnum. Samkoman hefst að venju kl 20 og að henni lokinni er boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir

Categories
Eþíópía Fréttir Heimastarf

Nýjar fréttir frá Eþíópíu á samkomu 29. janúar

Fjórða miðvikudagssamkoma hvers mánaðar er helguð kristniboðsstarfinu og þá fá fréttir af kristniboðsakrinum og einstökum verkefnum starfsins meira vægi en ella.Miðvikudaginn 29. janúar munu hjónin Ragnar Schram og Kristbjörg Kía Gísladóttir segja frá ferð sem þau fóru ásamt börnum sínum og tengdasyni til Eþíópíu sl. jól og áramót . Ragnar og Kía störfuðu um árabil […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Jósúa á fræðslukvöldi í Kristniboðssalnum

Þriðja miðvikudagskvöld hvers mánaðar eru fræðslukvöld í Kristniboðssalnum þar sem ákveðnir textar, rit, frásögur eða persónur Biblíunnar eru skoðuð. Miðvikudaginn 22. janúar mun Ragnar Gunnarsson fjalla um Jósúa. Eftir samveruna er boðið upp á kaffi og meðlæti. Stundin hefst kl 20 og allir hjartanlega velkomnir

Categories
Fréttir Heimastarf

Samverur á miðvikudögum í febrúar- dagskrá

Öll miðvikudagskvöld eru samkomur í Kristniboðssalnum kl 20. Samkomurnar hafa mismunandi áherslur og þemu. Á öllum samverunum gefst tækifæri til að gefa til starfsins og að þeim loknum má setjast niður með kaffibolla og meðlæti og spjalla og njóta samfélagsins. Það eru allir hjartanlega velkomnir á þessar samverur. 5. febrúar Almenn samkoma Fyrsta miðvikudag hvers […]