Posted on

Ljósbrot kemur í heimsókn á söngsamkomu

Annað kvöld , miðvikudaginn 13. nóvember verður samkoma þar sem áhersla verður á mikinn almennan söng og einnig mun kvennakór KFUK, Ljósbrot koma og syngja undir strjórn Keith Reed. Ásta Bryndís Schram, fromaður Kristniboðssambandsins hefur hugleiðingu.

Efti samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti og því tilvalið að setjast niður og njóta samfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir

Posted on

Kaffisala og samkoma á Kristniboðsdaginn

Kristniboðsdagurinn er sunnudaginn 10. nóvember. Samkvæmt venju munu starfsmenn Kristniboðssambandsin heimsækja nokkrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu til að segja frá starfinu og predika. Í kristniboðssalnum mun Kristniboðsfélag karla halda sína árlegu kaffisölu til styrktar starfinu. Kaffisalan hefst kl 14 og stendur til kl 17. Verð fyrir fullorðna er 2500kr og 1000kr fyrir börn. Þegar kaffisöluni lýkur, eða kl 17, verður svo samkoma í salnum þar sem Bjarni Gíslason, kristniboði og framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kikrjunnar talar og Bryndís Reed mun syngja einsöng við undirleik Keith Reed. Á samkomunni er boðið upp á túlkun yfir á ensku og sunnudagaskóli er fyrir börnin á meðan henni stendur. Allir hjartanlega velkomnir

Posted on

Hvar liggja tækifærin? – hugmyndafundur um kristilega fjölmiðlun

Í haust fengum við góðan gest frá Bandaríkjunum, Ron Harris frá MEDIAlliance í Texas, kristniboðssamtök sem stuðla að útbreiðslu fagnaðarerindisins í gegnum ljósvakamiðla nútímans. Þessi samtök koma ma. að þjálfun starfsfólks SAT7 sjónvarpskristniboðsins sem Kristniboðssambandið styrkir. Í tilefni af heimsókn Rons í haust var boðað til fundar fyrir áhugafólk um notkun ljósvakamiðla í boðun fagnaðarerindisins. Á fundinn mætti góður hópur fólks úr hinum ýmsu kirkjum og myndaðist góð stemmning og eining á fundinum og mikill áhugi á að gera eitthvað meira á þessu sviði hér á landinu okkar. Ákveðið var að stofna facebookhóp sem er opinn öllum áhugasömum og einnig að stoppa ekki þarna heldur að hittast aftur og halda áfram hugmyndavinnu og umræðum. Því er boðað aftur til fundar núna laugardaginn 9. nóvember í Kristniboðssalnum og eru allir velkomnir á fundinn sem áhuga hafa á málefninu. Með ljósvakamiðlum er átt við sjónvarp, útvarp og dagblöð en ekki síst hina nýju miðla, samfélagsmiðlana sem allir hafa aðgang að. Facebook, Instagram, Snapchat, podcast, Youtube og svo má afram telja

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

11:00 Helga Vilborg Sigurjónsdóttir frá Kristniboðssambandinu
býður fólk velkomið
Hafsteinn G. Einarsson útvarpsstjóri Lindarinnar, færir
okkur fréttir af ráðstefnu MediaAlliance í október.

11:45 Hádegisverður (allir leggja 1.000 kr. í púkkið)

12:20 ERINDI úr ýmsum áttum.
13:15 Kaffihlé
13:20 Skipt í vinnuhópa.
14:00 Samantekt. Talsmenn hópa tjá sig um helstu niðurstöður
og næstu skref.
14:30 Lok

Posted on

Skrifstofan lokuð í dag 4. nóv

Vegna veikinda og orlofa starfsfólks verður skrifstofan lokuð ídag, mánudaginn 4. nóvember. Basarinn í Austurveri er opinn kl 11- 18 og getur sinnt flestum erindum kristniboðssambandsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Vegna veikinda fellur tónlistarhópur fyrir foreldra og börn niður í dag og einnig verður ekki prjónklúbbur í dag vegna forfalla