Categories
Fréttir Heimastarf

Klúbburinn: Skreytum piparkökur + hús

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára verður með sína síðustu samveru fyrir jól annað kvöld kl. 18 í Kristniboðssalnum. Við munum bjóða upp á heitt kakó og jólatónlist á meðan við skreytum piparkökur og piparkökuhús. Undir lok stundarinnar munum við fræðast um sögu jólanna, fæðingu Jesú og merkingu hennar, og biðja saman. Öll börn á aldrinum […]

Categories
Óflokkað

Klúbburinn: Spilakvöld

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18:00 á morgun. Við munum hittast í Kristniboðsalnum og spila nokkur vel valin spil saman. Við munum líka fá svar við spurningunni: Hver var Jesús eiginlega? Sjáumst!

Categories
Óflokkað

Klúbburinn: Keiluferð

Klúbburinn verður á sínum stað á morgun. Farið verður í keilu í Keiluhöllinni, Egilshöll. Mæting verður kl. 18 við aðalinnganginn að Keiluhöllinni. Boðið verður upp á að hittast kl. 17:00 á skrifstofu Kristniboðssambandsins, 2. hæð, og taka þaðan strætó (nr. 4 frá Miklubraut v/ Kringlu) með Ólafi Jóni og Dagnýju. Foreldrar eru beðnir að boða […]

Categories
Óflokkað

Klúbburinn í kvöld: Naómí, Rut og leiklist

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18 í kvöld. Við munum fjalla um vináttu Rutar og Naómí og sögu þeirra. Við munum líka fara í spuna-/leiklistarleiki og setja upp stuttan leikþátt út frá biblíusögu. Öll börn á aldrinum 11-13 ára velkomin!

Categories
Óflokkað

Klúbburinn í kvöld: Ratleikur og Abraham

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18 – 19:30 í dag. Boðið verður upp á fræðslu um Abraham og skemmtilegan ratleik í Safamýri og þar í kring. Hittumst í Krisntiboðssalnum!