Categories
Fréttir Heimastarf

Miðvikudssamkoma 26. febrúar

Sr. Valgeir Ástráðsson með Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands á aðalfundi hins íslenska biblíufélags 2017 en Valgeir var varaforseti félagsins um langt skeið.

Kristniboðssamkoma

Fjórða samkoma hvers mánaðar er helguð kristniboðsstarfinu og fá þá fréttir af starfinu meira vægi en ella. Á þessari samkomu fáum við sr. Valgeir Ástráðsson í heimsókn en hann fór sl. haust í ferð til Eþíópíu á vegum bændaferða undir leiðsögn Guðlaugs Gunnarssonar, kristniboða. Hann segir frá upplifun sinni af ferðinni og hefur einnig hugleiðingu.