Jólakveðja

posted in: Óflokkað | 0

Kæru kristniboðsvinir og velunnarar SÍK.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og biðjum ykkur Guðs blessunar á nýju ári. Þökkum alla velvild, samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

Skrifstofan verður opin á Þorláksmessu 9-16,
27. desember kl. 12-14 og 30. desember kl. 12-14.
Auk þess er hægt er að senda skilaboð á sik@sik.is.

Samkomur hefjast aftur miðvikudaginn 8. janúar,
Kristniboðsfélag karla heldur fyrsta fund ársins 13. janúar og Kristniboðsfélag kvenna 16. janúar.