Categories
Óflokkað

Góður aðalfundur að baki

Gjaldkeri SÍK, Hermann Bjarnason, fer yfir reikninga liðins árs. Fundarstjóri, Sigurjón Gunnarsson og ritari, Birna Gerður Jónsdóttir við störf á aðalfundinum.
Gjaldkeri SÍK, Hermann Bjarnason, fer yfir reikninga liðins árs. Fundarstjóri, Sigurjón Gunnarsson, og ritari, Birna Gerður Jónsdóttir, við störf á aðalfundinum.

Aðalfundur Kristniboðssambandsins var haldinn miðvikudaginn, 4. maí. Fimmtíu manns sóttu fundinn. Á dagskrá voru skýrslur og reikningar en einnig lagabreytingar. Lögin í núverandi mynd verða von bráðar sett hér inn á vefsíðuna. Í stjórn voru kosin Kristján S. Sigurðsson og Ásta B. Schram Reed, og í varastjórn Sveinn Jónsson og Willy Petersen. Nokkrar umræður urðu um stefnumál, forgangsröðun og breyttar aðstæður til kristniboðs á liðnum áratugum.