Kristniboðssambandið hefur tekið ámóti frímerkjum og mynt í mörg ár og komið því í verð og nýtt fjármunina í starfi sínu. Á síðasta ári fengust rúmar fjórar miljónir fyrir fímerki og um 950 þúsund fyrir mynt og seðla. Þetta eru bæði innlendir og erlendir peningar, gamlir og nýjir. Það liggja eflaust víða peningar eða frímerki í skúffum hjá fólki sem Kristiniboðssambandið tekur við. Þessum verðmætum má koma á Basarinn, Háaleitisbraut 68 eða á skrifstofu Kristiboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60. Einnig er tekið við barmmerkjum og pennum merktum fyrirtækjum og þeir þurfa ekki að vera nothæfir til skrifta. Fleygjum ekki þessum verðmætum heldur látum Kristniboðssambandið njóta þess hjálpar til við að reka ýmsa kærleiksþjónustu s.s. ókeypis íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi og og skólastarf í Eþíópíu og Keníu. Sjálfboðaliðar vinna úr því sem inn kemur og koma í verð meðal safnara.