Kjartan Jónsson kristniboði og fyrrum sóknarprestur hefur á liðnum árum farið nokkrar ferðir með fólk til að kynnast starfi SÍK í Pókothéraði í Keníu. Nú er stefnt að nýrri ferð dagana 15.-27. janúar 2025. Kostnaður er áætlaður 400-450 þúsund á mann, en ræðst af flugfargjaldi og fleiru. Á dagskrá er heimsókn í þjóðgarð, skoðunarferð um Nairobi og 6 nátta ferð til Pókot þar sem söfnuðir og skólar verða heimsóttir og fræðst um land og þjóð.
Áhugasamir geta haft beint samband við Kjartan í síma 863 2220 eða með pósti á kjartan34(hja)gmail.com. Eins gefur framkvæmdastjóri SÍK upplýsingar, sími 533 4900 og póstfangið er ragnar(hja)sik.is.
Fimmtudaginn 13. júní kl. 17-18, verður kynningarfundur í fundarherbergi á skrifstofu SÍK, Háaleitisbraut 58-60, á hæðinni fyrir neðan Kristniboðssalinn. Allir velkomnir sem vilja skoða þetta tækifæri án nokkurra skuldbindinga.