Samkoma 15. nóvember

„Samtal við Jesú“ er þema miðvikudagssamkomaá þessari önn og er komið að slíkri samkomu annað kvöld. Ræðumaður verður Jóhannes Ingibjartsson sem mun tala út frá 9. kafla Jóhannesarguðspjalls Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti Allir hjartanlega velkomnir

Miðvikudagssamkoma 8. nóvember

Þessa vikuna stendur yfir samráðsfundur barna og ungmennaráðs Norænna kristniboðshreyfinga (NIMBU- Nordisk indremisjonsråd barn og ungdom) og er Kristniboðssambandið gestgjafi fundarins. Þátttakendurnir sem koma auk Íslands frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku Finnlandi og Færeyjum munu takaþátt í samkomu í Kristniboðssalnum annað … Continued

Jólabasar Kristniboðsfélagskvenna 18. nóvember

Jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl 13-16 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð VINSAMLEGAST ATHUGIÐ BREYTTAN TÍMA FRÁ ÞVÍ SEM ÁÐUR HEFUR VERIÐ Handavinna, happdrætti og vöfflukaffi Allur ágóði rennur til kristniboðsstarfsins.  Verið hjartanlega velkomin ☺️