Categories
Óflokkað

Hvar liggja tækifærin? – hugmyndafundur um kristilega fjölmiðlun

Í haust fengum við góðan gest frá Bandaríkjunum, Ron Harris frá MEDIAlliance í Texas, kristniboðssamtök sem stuðla að útbreiðslu fagnaðarerindisins í gegnum ljósvakamiðla nútímans. Þessi samtök koma ma. að þjálfun starfsfólks SAT7 sjónvarpskristniboðsins sem Kristniboðssambandið styrkir. Í tilefni af heimsókn Rons í haust var boðað til fundar fyrir áhugafólk um notkun ljósvakamiðla í boðun fagnaðarerindisins. […]

Categories
Óflokkað

Skrifstofan lokuð í dag 4. nóv

Vegna veikinda og orlofa starfsfólks verður skrifstofan lokuð ídag, mánudaginn 4. nóvember. Basarinn í Austurveri er opinn kl 11- 18 og getur sinnt flestum erindum kristniboðssambandsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Vegna veikinda fellur tónlistarhópur fyrir foreldra og börn niður í dag og einnig verður ekki prjónklúbbur í dag […]

Categories
Óflokkað

Fundur hjá Kristniboðsfélagi karla

Í kvöld mánudaginn 4. nóvember verður fundur hjá Kristniboðsfélagi karla. Fundurinn hefst kl 20 og á dagskrá er biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar. Athygli er vakin á því að fundurinn verður að þessu sinni í kennslustofunni á 2. hæð Allir karlar velkomnir

Categories
Óflokkað

Sunnudagssamkoma 3. nóvember

Þemað á sunnudagssamkomunum í október var Í augum Guðs og nú spurjum vð spurningarinnar: Er Guð blindur?Ræðumaður: Daníel SteingrímssonHelga Vilborg leiðir lofgjörðinaSunnudagaskóli fyrir börnin á meðan samkomu stendurEftir samkomu er seldur matur á vægu verði: Fullorðnir kr. 1000 börn 6- 15 ára: 500, börn yngir en 6 ára: frítt, hámark 2500 á fjölskylduAllir hjartanlega velkomnir

Categories
Óflokkað

Samkoma í kvöld- Mirjam

Áfram heldur umfjöllun um persónur Biblíunnar og á samkomu í kvöld mun Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fjalla um Mirjam. Samkoman hefst kl 20 og að henni lokinni er upplagt að setjast niður með góðan kaffibolla og meðlæti og njóta samfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir