Author Archives: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir

Fagnaðarerindið á öldum ljósvakans- heimsókn frá Bandaríkjunum

13.- 17. september nk. eigum við von á góðum gesti frá Bandaríkjunum en það er Ron Harris frá MEDIAlliance kristniboðssamtökunum í Dallas, Texas. MEDIAlliance samtökin vinna að kristniboði út um allan heim með því að kenna og leiðbeina kirkjum og kristilegum samtökum hvernig nýta má sem best ljósvakamiðla þe. fjölmiðla ýmiskonar, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, til boðunar fagnaðarerindissins. Til stendur […]

Lesa meira...

Sunnudagsamkoma 8. september

Yfirskrift samkomunnar á morgun 8. september er: Hvað er náð?Ræðumaður er Skúli Svavarsson, kristniboðiSigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðina Mæðgurnar Helga Vilborg og Margrét Helga syngjaSunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Ásu Hrannar MagnúsdótturBoðið upp á túlkun á enskuKröftug lofgjörð, kærleiksríkt samfélag og fyrirbænEftir samkomuna er í boði að kaupa ljúffenga máltíð gegn vægu gjaldi.Allir hjartanlega velkomnir! Sunnudagssamkomur í kristniboðssalnum eru á […]

Lesa meira...

Íslenskukennslan byrjar á morgun- Icelandic classes starting tomorrow

Á morgun kl 9:30 hefst íslenskukennsla fyrir útlendinga í Kristniboðssalnum aftur eftir sumarfrí. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl 9:30- 11:30 Kennari verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir en henni til aðstoðar er hópur sjálfboðaliða. Nýir nemendur eru alltaf velkomnir að bætast í hópinn. Free Icelandic classes for foreigners are starting in Kristiboðssalurinn again tomorrow at 9:30. The classes will take […]

Lesa meira...

Sunnudagssamkoma 1. september

Yfirskrift samkomunnar er Fyrirgefur Guð allt?Ræðumaður er Haraldur JóhannssonBoðið upp á túlkun yfir á enskuSunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Hörpu Vilborgar SchramEftir samkomuna verður seldur ljúffengur matur á vægu verðiKærleiksríkt samfélagAllir hjartanlega velkomnir Sunnudagssamkomur í Kristniboðssalnum eru á vegum Salts kristins samfélags og Kristniboðssambandsins

Lesa meira...

Fundur í Kristniboðsfélagi karla í kvöld 26. ágúst

Fyrsti fundur í Kristniboðsfélagi karla á þessu hausti verðu á heimili Kristjáns og Huldu, Svölutjörn 8 Reykjanesbæ 26. ágúst og hefst kl.20. Aðrir fundir verða haldnir í Kristniboðssalnum annan hvern mánudag, frá og með 9. september.  Á fundum er ýmist biblíulestrar eða annað uppbyggilegt og fræðandi efni. Kristniboðsfélag karla er kærleiksríkt samfélag. Allir karlmenn eru velkomnir.

Lesa meira...
1 2 3 4