Categories
Heimastarf

Lofgjörð, bæn og vitnisburðir á miðvikudagssamkomu

Miðvikudagskvöldið 12. febrúar verður lofgjörðar, bæna og vitnisburðarsamkoma í Kristniboðssalnum kl 20. Boðið verður upp á fyrirbæn og tækifæri til að vitna um það sem Guð er að gera í þínu lífi. Bjarni Gunnarsson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða stundina. Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi. Allir hjatanlega velkomnir!

Categories
Heimastarf

Samkoma 5. febrúar

Karl Jónas Gíslason kristniboði og verslunarstjóri Basarsins í Austurveri verður ræðumaður samkomunnar miðvikudagskvöldið 5. febrúar. Kalli mun tala út frá sögunni um Miskunnasama Samverjann og einnig segja fréttir af starfinuá Basarnum. Samkoman hefst að venju kl 20 og að henni lokinni er boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir

Categories
Eþíópía Fréttir Heimastarf

Nýjar fréttir frá Eþíópíu á samkomu 29. janúar

Fjórða miðvikudagssamkoma hvers mánaðar er helguð kristniboðsstarfinu og þá fá fréttir af kristniboðsakrinum og einstökum verkefnum starfsins meira vægi en ella.Miðvikudaginn 29. janúar munu hjónin Ragnar Schram og Kristbjörg Kía Gísladóttir segja frá ferð sem þau fóru ásamt börnum sínum og tengdasyni til Eþíópíu sl. jól og áramót . Ragnar og Kía störfuðu um árabil […]

Categories
Eþíópía Fréttir

Guðspjöllin gefin út á tsemakko

Stóru takmarki hefur verið náð í þýðingu biblíunnar á mál Tsemai manna í Voítódalnum. Frederik Hector , kristniboði sem er einn þeirra sem leitt hefur verkefnið segir svo frá: „Í dag er stór dagur í biblíuþýðingarverkefninu okkar. Það eru rúm sjö ár síðan við þýddum fyrsta versið og nú höfum við loksins náð því markmiði […]

Categories
Fréttir

Rafræn áskrift að Bjarma og Kristniboðsfréttum

Má bjóða þér rafræna áskrift?Nú er hægt að fá rafræna áskrift að bæði Kristniboðsfréttum, fréttabréfi kristniboðssambandsins og einnig Bjarma, tímariti um kristna trú, sem Salt ehf, bókaútgáfa Kristniboðssambandsins gefur út.Áskrift að Kristniboðsfréttum kostar ekkert, hvort sem um er að ræða hefðbundna áskrift eða rafrænaRafræn áskrift að Bjarma kostar 2950 kr á ári og eru það […]