Horft til Eþíópíu á samkomu 29. maí

Að venju er samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 kl. 20, miðvikudaginn 29. maí. Þrír EÞíópíukristniboðar sjá um efni kvöldsins. Karl Jónas Gíslason segir frá útgáfu Biblíunnar og biblíuhátíð af því tilefni í Konsó í febrúar. Síðan munu hjónin Guðlaugur Gíslason og Birna Gerður Jónsdóttir tala, Guðlaugur segja frá fyrirhugaðri ferð til Eþíópíu og verkefnum sem bíða í Ómó Rate en Birna Gerður flytja hugleiðingu kvöldsins. Yfirskriftin er „Fagurt fótatak“ með vísan í Rómverjabréfið 10:15. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.