Boðað er til aðalfundar SÍK miðvikudaginn 4. maí kl. 18 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum samþykkta eða laga SÍK og tillögur að lagabreytingum. Lög eða samþykktir SÍK kveða á um að tillögur til lagabreytinga skuli kynna með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara. Þær er að finna í meðfylgjandi skjali en í lok þess er stutt greinagerð fyrir ástæðum þess að stjórnin leggur fram þessar tillögur.
Nálgast má lagabreytingatillögurnar með því að smella á tengilinn að neðan. Einnig má nálgast þær á skrifstofu SÍK eða hafa samband og fá þær sendar, síminn er 533 4900.