DV birti frétt um að hagnaður af endurnýttum skóm væri notaður til kristniboðs. Framkvæmdastjóri SÍK, Ragnar Gunnarsson skrifaði eftirfarandi athugasemd undir fréttinni:
Það hefði nú mátt hafa samband við Samband íslenskra kristnibooðsfélaga (Kristniboðssambandsið) vegna þessarar fréttar. Jú, SORPA hafði samband en ekki DV. Það hentar hugsanlega ekki ef markmiðið er að sá torryggni í garð kristilegrar starfsemi.
Kristniboðssambandið vinnur að margvíslegu starfi, þar á meðal er kærleiksþjónusta sem þróunarsamvinna og fleira felllur undir. Marmkið þess starfs er ekki boðun og fjármál aðgreind í reikningum (eyrnamerktir styrkir, gjafir og framlög). Undir þetta falla skólabyggingar, námsstyrkir, vatnsverkefni og fleira og einnig íslenskukennsla fyrir útlendinga hér á landi, þeim að kostnaðarlausu. Það sem Kristniboðssambandið sjálft leggur til þessa þáttar starfsins er mörgum sinnum meira en það sem kemur inn fyrir þessa tvo 40 feta skógáma (m.a. vegna sjálfboðinniar vinnu) á ári og að frádregnum styrkjum til eyrnamerktra verkena. Það er ekkert mál að merkja þessar tekjur til kærleiksþjónustu, innanlands eða á alþjóðavettvangi, ef þetta veldur fólki svona miklu hugarangri. Það hefur ekki verið kallað eftir því hingað til.
„Kristniboðssambandið veitir aðstoð á grundvelli þarfar án tillits til hverjir viðtakendur eru og hver sé orsök neyðar þeirra. Við berum ábyrgð á samferðamönnum og þeim heimi sem við lifum í. Skal það endurspeglast í starfsháttum, vali á verkefnum og afstöðu okkar til fólks, náttúrunnar og umhverfisins.“ (Siðareglur SÍK sem aðgengilegar eru á vefnum).
Annars takk til þeirra sem vakið hafa athygli á þessu góða verkefni, „Látum skóna ganga aftur“, sem var á margan hátt frumkvöðlaverkefni er það hófst fyrir tæpum 30 árum að frumkvæði Steinars Waage skókaupmanns.