Nýr framkævæmdastjóri á nýju ári

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Þar sem núverandi framkvæmdastjóri SÍK, Ragnar Gunnarsson, lætur af störfum á næsta ári hefur stjórnin ásamt honum og Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur verkefnastjóra innanlandsstarfs rætt um eftirmanni hans um nokkurra vikna skeið. Niðurstaðan var að leita til Sigríðar Schram sem hefur tekið jákvætt í það að setjast í stól framkvæmdastjóra SÍK. Hún mun hefja störf sem starfsmaður SÍK í hlutastarfi 1. nóvember en síðan koma í fullt starf fljótlega á nýju ári og í samráði við stjórn SÍK og Ragnar taka við framkvæmdastjórastöðunni á fyrri hluta ársins.

Sigríður Schram er 54 ára kennari og hefur undanfarin ár starfað við Dalskóla í Reykjavík. Hún hefur fengist við ýmiss konar kennslu, m.a. kennslu íslensku sem annars máls, verkefnastjórn og stigsstjórn. Hún stundar einnig meistaranám í stjórnun menntastofnanna sem hún stefnir á að ljúka sumarið 2025. Hún hefur verið virk í kirkjustarfi í áratugi. Sigríður er gift Ágústi Steindórssyni og eiga þau tvær dætur.