Kristniboðssamkoma
Fjórða samkoma hvers mánaðar er helguð kristniboðsstarfinu og fá þá fréttir af starfinu meira vægi en ella. Á þessari samkomu fáum við sr. Valgeir Ástráðsson í heimsókn en hann fór sl. haust í ferð til Eþíópíu á vegum bændaferða undir leiðsögn Guðlaugs Gunnarssonar, kristniboða. Hann segir frá upplifun sinni af ferðinni og hefur einnig hugleiðingu.