Kristniboðsvika að baki og framkvæmdastjóraskipti

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Kristniboðsvikunni lauk um helgina en á föstudagskvöld var þemað Japan og starf SÍK þar í landi. Á laugardag voru fjáröflunartónleikar í Fíladelfíukirkjunni þar sem fram komu Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri, Kristján Hrannar Pálsson organisti, Lárus Óskar Sigmundsson svæðisforingií Hjálpræðishernum, Ljósbrot, kvennakór KFUK undir stjórn Keith Reed og síðan Schram-Reed fjölskyldan.

Lokasamveran var í Íslensku Kristskirkjunni í gær, sunnudag og þar talaði Friðrik Shcram, en ávörp fluttu Ágúst Valgarð Ólafsson og Eivind Jåtun, en Eivind var sérstakur gestur vikunnar. Þá þakkaði formaður stjórnar SÍK, Ásta Bryndís Schram, fráfarandi framkvæmdastjóra Ragnari Gunnarssyni fyrir störf hans og bauð Sigríði Schram velkomna en hún tók við stöðunni 1. mars. Á myndinni sjást þau með hvorn sinn blómvöndinn. Ragnar verður við störf fram á sumar til aðstoðar og að sinna ýmsum verkefnum fyrir SÍK.

Stjórnin þakkar öllum sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við framkvæmd kristniboðsvikunnar sem vonandi var til uppörvunar og hvatningar fyrir marga.