Allir viðburðir fara fram í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð nema lokasamveran sem er messa í Grensáskirkju, sunnudaginn 15. Mars, kl 11
Á öllum viðburðum gefst tækifæri til að gefa til kristniboðsstarfsins
Sunnudagur 8. mars kl 17
Samkoma fyrir alla fjölskylduna í umsjón Salts kristins samfélags
Ræðumaður Haraldur Jóhannsson
Matur eftir samkomu seldur á vægu verði
Mánudagur 9. Mars kl. 20
Lofgjörðar og bænastund
Boðið upp á fyrirbæn
Umsjón: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Bjarni Gunnarsson
Þriðjudagur. 10. Mars kl 20
Byggt og búið?
Fræðsluerindi um starfið í Suður Ómó í Eþíópíu
Konsó- Voíó- Ómó Rate
Er verki okkar lokið á þessum slóðum eða þurfum við áfram kristniboða? Er þetta bara búið þegar við erum búin að byggja? Hver er ábyrgð okkar?
Kristniboðarnir Guðlaugur Gunnarsson og Karl Jónas Gíslason fara yfir söguna og stöðuna þar sem Kristniboðssambandið hefur lengst af starfað í Eþíópíu
Kaffi og léttar veitingar seldar eftir samkomuna til ágóða fyrir starfið
Miðvikudagur 11. Mars kl 19
Eþíópíukvöld- miðaverð kr. 3900
Eþíópskur matur
Viðtal við Temesgen Shibru, gest kristniboðsvikunnar
Svava Bernharðsdóttir víóluleikari flytur tónlist ásamt Keith Reed
Happdrætti
Fimmtudagur 12. mars samkoma kl 20
Yfirskrift samkomunnar er: Hindrunarhlaup
Ræðumaður: Temesgen Shibru
Tónlistarflutningur: Jóhanna Elísa Skúladóttir
Stutt viðtal við Afríkufara
Eftir samkomunaverður kaffisala til styrktar starfinu
Ræðan fer fram á ensku en verður túlkuð yfir á íslensku í gegnum túlkunarbúnað
Föstudagur 13. mars samkoma kl 20
Yfirskrift samkomunnar er: Maraþon
Ræðumaður: Temesgen Shibru
Tónlistarflutningur: Ljósbrot, kvennakór KFUK undir stjórn Keith Reed
Stutt viðtal við Afríkufara
Eftir samkomuna verður kaffisala til styrktar starfinu
Ræðan fer fram á ensku en verður túlkuð yfir á íslensku í gegnum túlkunarbúnað
Laugardagur 14.mars kl 17
Sálmarnir hans Bjarna
Sálmavinafélagið ásamt gestum flytur þekkta og lítt þekktari sálma eftir Bjarna Eyjólfsson sem var formaður Kristniboðssambandsins um árabil.
Einnig verða lesin ljóð og endurminningar Bjarna og tónleikagestir fá jafnvel sjálfir tækifæri til að taka lagið
Aðgangur er ókeypis en tekin verða samskot til kristniboðssinns
Sunnudagur 15. mars kl 11 ATH Í GRENSÁSKIRKJU
Messa þar sem sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt sr.Ragnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra Kristniboðssambandsins
Tesmesgen Shibru predikar út frá yfirskriftinni: Boðhlaup
Karlakór KFUM syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur
Tekin verða samskot til kristniboðsins