Á föstudag kom út bókin Kjarni kristsinnar trúar eftir C. S. Lewis. Þetta er ein þekktasta bók höfundar og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og selst í milljónum eintaka. Í bókinni gerir C. S. Lewis grein fyrir kjarna trúarinnar og færir góð rök fyrir ýmsu er að því snýr.
Bókin er gefin út af Salti ehf, útgáfufélagi í eigu SÍK. Tveir hlutar bókarinnar komu út fyrir um 75 árum á vegum Bókagerðinnar Lilju, Rétt og rangt og Guð og menn í þýðingu Andrésar Björnssonar. Sú þýðing var uppfærð og Þóra Ingvarsdóttir þýddi það sem eftir var. Vigfús Ingvar Ingvarsson, Magnús og Árni Hilmarssynir og Sigríður Jóhannsdóttir lögðu fram mikla vinnu sem sjálfboðaliðar við yfirlestur og ábendingar.
Bókin fæst í flestum helstu bókaverslunum, í Kirkjuhúsinu í kjallara Bústaðakirkju, Jötunni Hátúni 2, á Basarnum Austurveri, skrifstofu SÍK Miðbæ við Háaleitsbraut og á vefnum, saltoforlag.is.