Guðspjöllin gefin út á tsemakko

Stóru takmarki hefur verið náð í þýðingu biblíunnar á mál Tsemai manna í Voítódalnum. Frederik Hector , kristniboði sem er einn þeirra sem leitt hefur verkefnið segir svo frá:

„Í dag er stór dagur í biblíuþýðingarverkefninu okkar. Það eru rúm sjö ár síðan við þýddum fyrsta versið og nú höfum við loksins náð því markmiði að við getum prentað fyrsta hlutann af Biblíunni. Það er ekki oft að ég verð svo snortinn að mér vöknar um augu en þegar ég fékk að sjá þessar myndir brast ég í grát. Nú er til bók sem inniheldur fagnaðarerindið á tsamakko. Það eru stórtíðindi!“

Við gleðjumst yfir þessum fréttum, þökkum Guði fyrir að þessu markiðið hefur verið náð og biðjum áfram fyrir þessu verkefni