Vinsamlegast athugði að á morgun, miðvikudaginn 24. apríl verður ekki hefðbundin miðvikudagssamkoma þar sem áður auglýstur aðalfundur SÍK mun þá fara fram. Fundurinn hefst með súpu kl. 18
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum eða lögum SÍK sem finna má hér á síðunni undir flipanum „Um okkur“. Fundurinn er öllum opinn en atkvæðisrétt hafa fullgildir félagsmenn.
Boðið verður upp á súpu í upphafi fundar og stefnt að fundarlokum kl. 22 eða fyrr.