Kristniboðsvikan heldur áfram á morgun mánudag 26. febrúar með útvarpsþættinum „Köllun og kraftaverk“ á Lindinnni FM 102,9 kl. 17
Hvers vegna stundum við kristniboð? Er þetta ekki komið gott? Erum við ekki komin að endimörkum jarðar? Hverju hefur kristniboðsstarfið skilað? Hvernig höldum við áfram? Hvað hefur breyst? Hvernig mun kristniboð líta útí framtíðinni?
Til þess að ræða og reyna að svara þessum spurningum og fleirum verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir með góða gesti í beinni útsendingu úrhljóðveri Lindarinnar. Það verða þau Janet Sewell kristniboði í London en hún er nýútskrifuð með MA í kristniboðsfræðum þar sem lokaritgerðin hennar fjallaði m.a. um kristniboð og sýndarveruleika, Kjartan Jónsson kristniboði,prestur og doktor í mannfræði sem er nýkominn heim frá Keníu og Beyene Gailassie, vélfræðingur og ökukennari sem fæddist og ólst upp í Konsó þar sem íslenskir kristniboðar hófu starf í Eþíópíu á sjötta áratug síðustu aldar.