Miðvikudagssamkoma 8. nóvember

Þessa vikuna stendur yfir samráðsfundur barna og ungmennaráðs Norænna kristniboðshreyfinga (NIMBU- Nordisk indremisjonsråd barn og ungdom) og er Kristniboðssambandið gestgjafi fundarins. Þátttakendurnir sem koma auk Íslands frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku Finnlandi og Færeyjum munu takaþátt í samkomu í Kristniboðssalnum annað kvöld, deila vitnisburðum, segja frá starfinu í heimalöndunum og hafa hugleiðingu.

Kristniboðssambandið vill leggja áherslu á að ná með fagnaðarerindið og kristniboðsköllunarboðskapinn til ungs fólks á Íslandi og þetta Norræna samstarf er mikilvægur þáttur í að mynda stuðningsnet og fá hugmyndir og hvatningu. Það verður spennandi að heyra frá frændþjóðum okkar hvað er að gerast þar í barna og unglingastarfi.

Eftir samkomuna er að venju boðið upp á kaffi og meðlæti

Allir hjartanlega velkomnir!