Hvar er fjársjóður þinn?
Matt. 6:21
Sunnudagur 7. mars
Lofgjörðar og bænastund í Kristniboðssalnum kl. 20
Mánudagur 8. mars
Kristniboðsþátturinn “Köllun og kraftaverk” í beinni útsendingu á Lindinni fm 102,9 kl. 16- 18
Gestur: sr. Bernharður Guðmundsson sem rifjar upp minningar frá starfi sínu á útvarpsstöð Mekane Yesus kirkjunnar í Addis Abeba á áttunda áratugnum.
Margrét Helga Kristjánsdóttir og Bryndís Mjöll Schram Reed spjalla um ungt fólk og kristniboð
Umsjón hefur Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði
Þriðjudagur 9. mars
Kvikmyndasýning í Kristniboðssalnum kl. 20
Sýnd verður myndin “All Saints”
Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um hvernig kirkja sem er að verða að engu fer að blómstra þegar hópur flóttamanna kemur og fer að taka þátt í starfinu.
Umræður eftir sýninguna
Myndin er leyfð öllum aldurshópum
Miðvikudagur 10. mars
Samkoma í Lindakirkju í Kópavogi kl. 20
Ræðumaður: Leifur Sigurðsson, kristniboði í Japan
Kveðja til íslenskra kristniboðsvina frá Ritu Elmunayer framkvæmdastjóra Sat7
Söngur: Ljósbrot, kvennakór KFUK undir stjórn Keith Reed
Samkomunni verður einnig streymt beint á facebooksíðu SÍK
Kl. 21: 30 verður viðtal við sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson um bókina “ Það er alveg satt“ á sjónvarpsstöðinni Hringbraut
Fimmtudagur 11. mars
Fræðslukvöld í Kristniboðssalnum kl. 20
Hin ofsótta kirkja, faraldursáhrif, tækniframfarir og framtíðin: Er trúfrelsið í hættu? Áskoranir sem blasa við, nær og fjær
Ragnar Gunnarsson fjallar um efnið
Fræðslunni verður streymt beint á facebook síðu SÍK
Föstudagur 12. mars
50% afsláttur af öllum vörum á Basarnum- nytjamarkaði Kristiboðssambandsins í Austurveri í tilefni af kristniboðsviku
Við hvetjum alla til að kíkja við á Basarnum og kynna sér starfsemina sem þar fer fram
Laugardagur 13. mars
Bænaganga frá Fossvogsskóla kl. 11
Beðið fyrir málefnum kristniboðsstarfsins
Gangan er áætluð um 5 km um Fossvoginn og tekur um 2 klukkutíma
Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson leiða gönguna
Sunnudagur 14. mars
Lokasamkoma í Íslensku Kristskirkjunni Fossaleyni 14, kl 13:00
Ræðumaður: Fanney Ingadóttir, kristniboði sem búsett er í Noregi
Kveðjur til kristniboðsvina á Ísandi frá Janet Sewell kristniboða í London og Andrew Hart framkvæmdastjóra Pak 7
Lofgjörð og tónlist verður í höndum unglingastarfs Íslensku Kristskirkjunnar UNÍK
Samkomunni verður einnig streymt beint á facebook síðu SÍK