Miðvikudagssamkomur í september

2. september 

Lofgjörðar og vitnisburðarstund. 

Boðið upp á frjálsa vitnisburði. Umsjón hafa feðginin Bryndís Mjöll og Keith Reed

9. september

Heimsókn frá Íslensku Kristskirkjunni.  

Kristniboðssambandið og ÍKK eiga í góðu samstarfi og erum við m.a. að undirbúa sameiginlegt haustmót sem verður í Vatnskógi í október.

Ræðumaður verður Ólafur H. Knútsson, prestur Kristskirkjunnar sem mun tala um Jónas

16. september  

Fræðslukvöld

Gunnar Jóhannes Gunnarsson fjallar um Jesaja

23. september

Kynning á nýju sönghhefti

Bjarni Gunnarsson vinnur að því að setja saman nýtt sönghefti fyrir starfið okkar og mun á samkomunni kynna og kenna nýja söngva ásamt Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur. Hugleiðingin fléttast inn í umfjöllun um texta söngvanna 

30. september

Kristniboðssamkoma

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir segir frá ferð sinni til Keníu í upphafi þessa árs og hefur jafnframt hugleiðingu