Sumarmót á Löngumýri

posted in: Óflokkað | 0

Hið árlega sumarmót SÍK verður haldið helgina 19.-21. júlí á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin er fjölbreytt með áherslu á kristniboð og gott samfélag um Guðs orð. Á milli samverustunda verður tækifæri til að spjalla saman, njóta skagfirskrar náttúru eða láta sér líða vel í heita pottinum.

 Dagskrá: 

Föstudagur 19 . júlí

Kl. 21.00 Upphafssamkoma í umsjón Norðanmanna. Hugleiðing: Sigríður Halldórsdóttir.

Laugardagur 20. júlí

Kl. 10.00 Biblíulestur, Leifur Sigurðsson.

Kl. 11.00 Umræður í hópum.

Kl. 17.00 Kristniboðssamvera. Katrín Ásgrímsdóttir segir frá ferð til Pókot í Keníu í febrúar, Leifur Sigurðsson segir frá starfinu í Japan og Ólafur Jóhannsson hefur hugvekju.

Kl. 21.00 Vitnisburðar- og bænasamkoma í umsjón Kristniboðsfélags karla í Reykjavík. Lokaorð: Bjarni Gíslason

Sunnudagur 21. júlí

 Kl. 11.00  Guðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari og Bjarni Gíslason prédikar.

Kl. 14.00 Kveðjusamkoma. Ólafur Jóhannsson flytur hugleiðingu.

Skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116 og þar eru veittar upplýsingar um verð. Unnt er að sofa úti á tjaldstæði eða inni og hafa með sér eigin mat eða kaupa að hluta eða öllu leyti.

Frekari upplýsingar um mótið fást á skrifstofu Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60, sími 533 4900, tölvupóstur sik@sik.is.