Félagarnir Friðrik Páll Ragnarsson Schram og Úlfar Darri Lúthersson halda úti hlaðvarpi sem þeir kalla Z og Guð. Markmiðið með hlaðvarpinu er að ná til ungs fólks, hinnar svokölluðu Z kynslóðar, með fagnaðarerindið. Þeir munu segja frá hlaðvarpinu og fleiru sem þeir eru að gera á samfélagsmiðlum til að ná til ungu kynslóðarinnar á samkomu í Kristniboðssalnum miðvikudaginn 30. apríl kl. 20. Firðrik Páll mun einnig hafa hugvekju.
Eftir samkomuna er að venju boðið upp á kaffi og kruðerí
Allir hjartanlega velkomnir!