Kristniboðsvika var haldin dagana 25. febrúar til 3.mars. Að þesu sinni hófst vikan með samkomu á Akureyri en frá mánudegi til sunnudags voru svo ýmsir viðburðir alla vikuna. Þar má nefna útvrpsþátt í Lindinni, fræsðlufyrirlestur um Lausanne Hreyfinguna, unglingasamkomu, tónleika og hefðbundnar samkomur.
Aðalræðumenn vikunnar voru kristniboðshjónin Janet María Sewell og Mehran Mohammadrezai en þau voru blessuð inn í þjónustu á vegum SÍK á lokasamkomu vikunnar.
Janet og Mehran eru staðsett í London en starfa meðal fólks út um allan heim m.a. farsimælandi fólks sem búsett er bæði í Evrópu, Íran, Afganistan og víðar.
Hér má finna nokkrar svipmyndir frá vikunni og á næstu dögum setjum við inn myndbönd og fleira
Það söfnuðust tæplega 800 þúsund krónur í vikunni sem mrenna beint í kristniboðsstarfið. Við þökkum fyrir gjafirnar og biðjum Guð að blessa þær