Árlegur haust og grænmetismarkaður Kristniboðssambandsins var haldin sl. laugardag. Mikið úrval var á markaðnum bæði af fersku grænmeti, brauði og bakkelsi, sultum og ýmiskonar matvöru og annars til heimilisins. Við fengum gjafir frá 38 fyrirtækjum auk þess sem kristniboðsvinir gáfu sultur og bakkelsi. Opnunartími var lengdur miðað við fyrri ár og ýmsar fleiri ráðstafanir gerðar til þess að hægt væri að fara eftir sóttvarnarreglum. Af þeim sökum var ákveðið að hafa ekki vöfflu- og kaffisölu eins og venja hefur verið. Þrátt fyrir það seldist vel af markaðnum og ágóðinn einhverju hærri en var í fyrra. Ágóðinn af markaðnum í ár er rúmlega 700 þúsund krónur sem fer m.a. í byggingu framhaldsskóla og heimavista fyrir stúlkur í Pókot í Keníu
Við þökkum öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur með gjöfum og eins öllum sem komu og versluðu á markaðnum. Eitthvað var eftir af vörum þegar markaðnum lauk og verður afgangurinn til sölu á Basarnum nytjamarkaði okkar í Austurveri