Vel heppnað sumarmót SÍK var haldið á Löngumýri um nýliðna helgi. Mótið var vel sótt og mikil ánægja hjá þátttakendum. Ferðalangar úr síðustu kynnisferð SÍK til Keníu fjölmenntu og sögðu frá ferð sinni. Góður rómur var gerður að fræðslu og samveru. Mót sem þessi eru mikilvæg til að efla tengslin og styrkjast í trúnni og kristniboðskölluninni.