Davíð Ómar Kristjánsson, Lýdía Líf Aronsdóttir og Elísabet Anna Pétursdóttir fóru til Noregs í sumar til að taka þátt í UL- kristniboðsmóti fyrir ungt fólk á vegum ungliðahreyfingar norska Kristniboðssambandsins (Misjonsambandet) þau ætla að segja frá ferðinni í máli og myndum á samkomunni á morgun. Ræðumaður verður Jim Hale framkvæmdastjóri Young Life á Norðurlöndunum. Young Life r þverkirkjulegt, alþjólegt starf sem hefur það að markmiði að ná til ungs fólks út um allan heim með fagnaðarerindið um Jesú Krist. Á samkomunni fáum við einnig að kynnast Söru Maríu Gunnarsdóttur sem er nýráðin í hlutastarf hjá SÍK til að sinna ungmennastarfi. Allir velkomnir!
Fimmtudaginn 12. okt kl. 20 verður svo annar viðburður í salnum með Jim Hale þar sem hann kynnir nánar starfsemi Young Life. Allir áhugasamir hjartanlega velkominr