Samkomur og samkomutakmarkanir

Vegna hertra samkomutakmarkanna verða ekki hefðbundnar samkomur í Kristniboðssalnum næstu tvær vikur en við munum streyma efni á samkomutíma á fésbókarsíðunni. Streymið verður á samkomutíma, kl. 20 á miðvikudagskvöldum. Ef einhverir treysta sér til og vilja koma og taka þátt í salnum þá er það velkomið svo lengi sem fjöldinn fer ekki fyrir 20 manns.

14. október munu Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Bjarni Gunnarsson leiða lofgjörð og lesa stuttar hugvekjur

21. október verður Hermann Bjarnason með fræðsluerindi um Esekíel

Við tökum svo stöðuna og tilkynnum hvert framhaldið verður eftir þessar tvær vikur.

Þessar takmarkanir hafa töluvert mikil áhrif á starf Kristniboðssambandsins, ekki síst fjárhagslega þar sem bæði hefur þurft að fella niður fjáraflanir og eins verður lítil sem engin innkoma í samskotum. En það er samt sem áður hægt að leggja lið með því að leggja gjafir inn á reikning SÍK 0117- 26- 2800 kt 5502694149. Munum að Guð elskar og blessar ríkulega glaðan gjafara og hann blessar hverja krónu og margfaldar hana í verkefnum sem unnin eru fyrir Hann. Guð blessi þig