Samkoma miðvikudaginn 4. desember

posted in: Óflokkað | 0

Samkoma verður í Kristniboðssalnum miðvikudaginn 4. des. kl. 20:00.
Ragnar Gunnarsson svarar spurningunni: Hvað getum við lært af Korintubréfunum?

Í Korintu var hrærigrautur trúar- og lífsskoðana og Páll reynir í bréfunum að gera grein fyrir kristna fagnaðarerindinu. Hvernig eiga hinir kristnu að lifa samkvæmt því? Í kvöld verður fjallað um gjafmildi, vald og kynlíf.

Að venju verður boðið upp á nýlagað kaffi og meðlæti frá Mosfellsbakaríi að samkomu lokinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Minnum einnig á jólafund Kristniboðsfélags karla. Skráning fyrir kl. 12 á föstudaginn í síma skrifstofunnar 533 4900 eða með tölvupósti á póstfangið sik@sik.is eða hkth2@hotmail.com.