Nettónleikar og fjáröflun 1. maí

Sú áratugalanga hefð Kristniboðsfélags kvenna að halda kaffisölu til fjáröflunar fyrir starfið varð því miður að víkja í ár vegna samkomubanns. Þess í stað voru haldnir heimilislegir tónleikar í Kristniboðssalnum sem streymt var beint af fésbókarsíðu Kristniboðssambandsins. Á meðan tónleikunum stóð voru áhorfendur hvattir til að gefa til starfsins þar sem tekjumissir hefur orðið mikill þetta vorið. Á meðan streyminu stóð komu in rúmar 250 þúsund krónur og þegar þessi orð eru skrifuð er talan komin í 350 þúsund. Við þökkum öllum kærlega fyrir sem látið hafa fé af hendi rakna og biðjum Guð að blessa þesa glöðu gjafara. Enn má taka þátt í söfnunni og væri aldeilist stórkostlegt ef við næðum tölunni upp í 500 þúsund. Hver einasta króna telur. Þeir sem vilja leggja okkur lið geta lagt inn á reikn. 0117- 26- 002800 kt. 550269- 4149 og gjarnan merkja færsluna „1 maí“. Í tenglinum hér fyrir neðan má svo horfa á tónleikana.