Gleðilegt nýtt ár!
Við hefjum dagskrá ársins á lofgjörðar- og bænasamkomu miðvikudaginn 8. janúar kl. 20:00 í Kristniboðssalnum.
„Verið ætíð glöð. Biðjið án afláts. Þakkið alla hluti því að það er vilji Guðs með ykkur í Kristi Jesú“, stendur í 1. Þess. 5:16-18. Það er gott að hefja árið á að færa hinum alvalda Guði þakkir og bænir og taka þannig þátt í að biðja fyrir ríki hans og verki hér á Jörðu.
Ragnar Gunnarsson prédikar.
Samfélag og kaffi að samkomu lokinni.
Allir velkomnir!