Íslenskukennsla SÍK hefst aftur fimmtudaginn 18. janúar. Undanfarin misseri höfum við verið einstaklega vel sett með sjálfboðaliða en eins og gengur þá eru alltaf einhverjir sem verða frá að hverfa og því vantar alltaf nýtt fólk. Þriðjudaginn 9. janúar kl. 11 verður stuttur kynningarfundur fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér hvað felst í því að vera sjálfboðaliði. Það er engin skuldbinding í því að mæta á kynninguna. Fimmtudaginn 11. janúar kl. 10ö 12 verður svo undirbúningsfundur fyrir alla sem ætla að vera með bæði nýja sjálfboðaliða og þá sem hafa verið með áður. Nánari upplýsingar veitir Helga Vilborg í gegnum netfangið helga.vilborg@sik.is