Kristniboðsvika er hafin

Kristniboðsvikan hófst í gær. Viðburðir verða í gangi alla vikuna en vikan endar svo með samkomu í Kristniboðssalnum sunnudaginn 5. mars kl. 17. Allir hjartanlega velkomnir á alla viðburðina

Vitni

Kristniboðsvika 26. febrúar – 5. mars 2023

“En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð vera vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar” Post. 1:5

Gestur vikunnar og aðalræðumaður og fyrirlesari er Andrew Hart, stofnandi og framkvæmdastjóri Pak7 fjölmiðlakristniboðsins 

Mánudagur 27. febrúar kl. 16

Kristniboðsþátturinn “Köllun og kraftaverk” á kristilegu útvarpsstöðini Lindinni FM 102,9

Viðtal við Andrew Hart framkvæmdastjóra Pak7

Íslenskukennsla SÍK: Ragnheiður Sverrisdóttir sjálfboðaliði kemur í spjall 

Þátturinn verður endutekinn föstudaginn 3. mars kl 7- 9 og kemur svo fljótlega í app Lindarinnar og á Lindin.is þarsem hægtverður að hlusta þegar hentar

Þriðjudagur 28. febrúar kl. 20 

Vitni á öldum ljósvakans

Fræðslukvöld á Lindinni, Krókhálsi 4

Andrew Hart talar um hvernig við getum nýtt fjölmiðla/samfélagsmiðla til boðunar (ekki er um útvarpssendingu að ræða heldur fer fræðslan fram í myndveri Lindarinnar og allir velkomnir)

Athugið að fræðslan fer fram á ensku og ekki gert ráð fyrir túlkun

Miðvikudagur 1. mars kl. 20

Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð 

Vitni í öllum kringumstæðum

Á slóðum kristniboða í Keníu: Viðtal við sr. Elínborgu Gísladóttur 

Ræðumaður: Andrew Hart

Fimmtudagur 2. mars kl. 20

Vitni í Pakistan

Fræðslukvöld í húsi KFUM og K Holtavegi 28 

Andrew Hart segir frá Pakistan og starfi Pak7 

Föstudagur 3. mars kl. 20

Vitni? Hvað er það?

Unglingasamkoma í Kristniboðssalnum (13 +) Háaleitisbraut 58- 60 

Laugardagur 4. mars kl. 11

 Bænaganga í Elliðaárdal 

Lagt af stað klukkan 11:00 frá stóra bílastæðinu neðst á Rafstöðvarvegi í Elliðaárdal (hjá toppstöðinni). Genginn um 4-5 km hringur, bæði á malbiki og skógarstígum.  Það verður stoppað oft á leiðinni til að biðja fyrir málefnum kristniboðsins og lesa vers eða örhugvekjur.  Einnig nokkrir fróðleiksmolar um nágrennið. Verum viðbúin alls konar göngufæri og vel klædd til að kólna ekki niður í stoppunum.  Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson leiða gönguna.

Sunnudagur 5. mars kl. 17

Vitni allt til endimarka jarðarinnar

Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut

Ræðumaður: Andrew Hart

Sýnt verður myndband frá starfi Pak7

Söngur: Karlakór KFUM. Stjórnandi: Ásta Haraldsdóttir 

Viðtal við Jarek Dudziak forstöðumann pólsku kirkjunnar. 

Hópur frá pólsku kirkjunni syngur